Klúbbþing

Miðvikudaginn 12. september 

16. janúar 2007

Verðlaunasjóður Rótarýklúbbsins Görðum veitir tvenn 250 þúsund króna verðlaun.

 

Sjóðurinn var stofnaður árið 1987.  Tilgangur hans er m.a. að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi eða nýstárlegt framtak sem unnið er á klúbbsvæðinu, á sviði mennta, lista,vísinda eða atvinnumála.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verðlaunin hlutu að þessu sinni þær Ragnheiður Gröndal söngkona, og Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, 250 þúsund krónur hvor.

 

Margrét Pála Ólafsdóttir er fædd 1957 og uppalin á Hólsfjöllum í Þingeyjarsýslu. Á þeim tæpu þrjátíu árum frá því hún steig fyrst inn á leikskóla hefur hún haft margvísleg áhrif á íslenska leikskólakerfið og er nú einnig tekin til við þróunarstarf á grunnskólastigi með stofnun Barnaskóla Hjallastefnunnar.

 

 Margrét Pála er höfundur Hjallastefnunnar sem nýrrar leiðar í skólastarfi og er stofnandi og framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. sem er stærsta skólarekstrarfyrirtæki á Íslandi. Hún lauk fóstruprófi 1981, framhaldsnámi í stjórnun 1996 og árið 2000 lauk hún meistaragráðu í uppeldis og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands. Margrét Pála er kunnur fyrirlesari hérlendis og erlendis og hefur ritað fjölda greina og bóka um Hjallastefnuna og jafnréttis- og skólamál. Margrét Pála hlaut árið 1997 Jafnréttisverðlaun  Jafnréttis­ráðs og ráðherra jafnréttismála fyrir Hjallastefnunna og árið 2006 hlaut hún riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir frumkvæði í menntamálum.

 

Ragnheiður Gröndal er fædd í Garðabæ árið 1984. Hún lauk Burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH með áherslu á jazzsöng vorið 2005 og 7. stigi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2006. Samhliða námi hefur Ragnheiður verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi og gefið út 4 plötur í eigin nafni.

 

Ragnheiður hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2004 sem söngkona ársins og plata hennar "Vetrarljóð" var valin plata ársins í dægurtónlistarflokki. Nýjasta plata Ragnheiðar "Þjóðlög" hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings en þá plötu vann Ragnheiður í samstarfi við Hauk Gröndal bróður sinn sem útsetti og stjórnaði upptökum. Um þessar mundir stundar Ragnheiður nám í New York og sækir einkatíma í söng. New York dvölina hyggst Ragnheiður auk þess nota til að vinna að nýju efni og stefnir á að gefa út plötu með eingöngu frumsamdri tónlist árið 2008.

 

 

Stjórn Verðlaunasjóðs Rótarýklúbbsins Görðum skipa þeir Axel Gíslason formaður, Ingimundur Sigurpálsson og Jónas Hallgrímsson.


Til baka


yfirlit frétta

SMÞMFFL
28293031123
45678910
11121314151617
18192021222324
2526272829301
2345678
<Júní 2023>
Fundarefni
Hlekkir

 Rótaryumdæmið á Íslandi

 

URR - Unglinganámskeið Rótarý í ræðulist

 

 

  Vesturför 2005