Klúbbţing

Miđvikudaginn 12. september 

16. janúar 2007

Verđlaunasjóđur Rótarýklúbbsins Görđum veitir tvenn 250 ţúsund króna verđlaun.

 

Sjóđurinn var stofnađur áriđ 1987.  Tilgangur hans er m.a. ađ veita viđurkenningu fyrir framúrskarandi eđa nýstárlegt framtak sem unniđ er á klúbbsvćđinu, á sviđi mennta, lista,vísinda eđa atvinnumála.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verđlaunin hlutu ađ ţessu sinni ţćr Ragnheiđur Gröndal söngkona, og Margrét Pála Ólafsdóttir stofnandi og framkvćmdastjóri Hjallastefnunnar, 250 ţúsund krónur hvor.

 

Margrét Pála Ólafsdóttir er fćdd 1957 og uppalin á Hólsfjöllum í Ţingeyjarsýslu. Á ţeim tćpu ţrjátíu árum frá ţví hún steig fyrst inn á leikskóla hefur hún haft margvísleg áhrif á íslenska leikskólakerfiđ og er nú einnig tekin til viđ ţróunarstarf á grunnskólastigi međ stofnun Barnaskóla Hjallastefnunnar.

 

 Margrét Pála er höfundur Hjallastefnunnar sem nýrrar leiđar í skólastarfi og er stofnandi og framkvćmdastjóri Hjallastefnunnar ehf. sem er stćrsta skólarekstrarfyrirtćki á Íslandi. Hún lauk fóstruprófi 1981, framhaldsnámi í stjórnun 1996 og áriđ 2000 lauk hún meistaragráđu í uppeldis og menntunarfrćđi frá Kennaraháskóla Íslands. Margrét Pála er kunnur fyrirlesari hérlendis og erlendis og hefur ritađ fjölda greina og bóka um Hjallastefnuna og jafnréttis- og skólamál. Margrét Pála hlaut áriđ 1997 Jafnréttisverđlaun  Jafnréttis­ráđs og ráđherra jafnréttismála fyrir Hjallastefnunna og áriđ 2006 hlaut hún riddarakross hinnar íslensku fálkaorđu fyrir frumkvćđi í menntamálum.

 

Ragnheiđur Gröndal er fćdd í Garđabć áriđ 1984. Hún lauk Burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH međ áherslu á jazzsöng voriđ 2005 og 7. stigi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík voriđ 2006. Samhliđa námi hefur Ragnheiđur veriđ virkur ţátttakandi í íslensku tónlistarlífi og gefiđ út 4 plötur í eigin nafni.

 

Ragnheiđur hlaut Íslensku Tónlistarverđlaunin áriđ 2004 sem söngkona ársins og plata hennar "Vetrarljóđ" var valin plata ársins í dćgurtónlistarflokki. Nýjasta plata Ragnheiđar "Ţjóđlög" hefur hlotiđ frábćrar viđtökur gagnrýnenda og almennings en ţá plötu vann Ragnheiđur í samstarfi viđ Hauk Gröndal bróđur sinn sem útsetti og stjórnađi upptökum. Um ţessar mundir stundar Ragnheiđur nám í New York og sćkir einkatíma í söng. New York dvölina hyggst Ragnheiđur auk ţess nota til ađ vinna ađ nýju efni og stefnir á ađ gefa út plötu međ eingöngu frumsamdri tónlist áriđ 2008.

 

 

Stjórn Verđlaunasjóđs Rótarýklúbbsins Görđum skipa ţeir Axel Gíslason formađur, Ingimundur Sigurpálsson og Jónas Hallgrímsson.


Til baka


yfirlit frétta

SMŢMFFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30123456
<Apríl 2023>
Fundarefni
Hlekkir

 Rótaryumdćmiđ á Íslandi

 

URR - Unglinganámskeiđ Rótarý í rćđulist

 

 

  Vesturför 2005