Klúbbþing

Miðvikudaginn 12. september 

6. september 2005

Heimsókn umdæmisstjóra 5. september 2005.

 Fundarefni dagsins 5. september var  heimsókn umdæmisstjóra, Arnar Smára Arnaldssonar og eiginkonu hans Rósu Hjaltadóttur.

Örn byrjaði á því að fara stuttlega yfir persónulega hagi og æviferil.  Hann ræddi vítt og breitt um Rotary, kom meðal annars inn á að stefna hjá núverandi heimsforseta Carl-Wilhelm Stenhamer væri að fjölga a.m.k. um einn félaga á árinu, hann ræddi um einkunnarorð heimsforsetans en þau eru “Service Above Self” – Þjónusta ofar eigin hag.   Hann talaði um að nefndir á vegum Rótarýumdæmisins væru nokkuð vel virkar og að sumir klúbbar hefðu stutt við einstök verkefni bæði á Íslandi og erlendis og þar með látið gott af sér leiða. 

Örn þakkaði Rótarýklúbbnum Görðum fyrir góðan undibúning á umdæmisþinginu sem haldið var í Garðabæ í júní sl.  Hann var á þeirri skoðun að vel hefði tekist til þetta árið. 

Ennfremur talaði hann um alheimsþingið sem í ár var haldið í Chicago og hann og Egill fráfarandi umdæmisstjóri fóru á ásamt fleirum en það var mikil upplifun fyrir þá.  Hann kvatti félaga sem hefðu áhuga á að mæta á þingið á næsta ári  til að mæta en það verður þá haldið í fyrsta skipti á Norðurlöndum. 

Örn nefndi að á þessu ári væri Rótarýumdæmið á Íslandi með 4 skiptinema og sagði hann að það mætti nú gera betur í þeim málum hér á landi.

Örn minnti félaga á stórtónleika Rótarý í Salnum 6. janúar 2006 og formót og umdæmisþing sem verður haldið á Seltjarnarnesi dagana 26. og 27. maí 2006.

Að lokum nældu Örn og kona hans merki Rótarýhreyfingarinnar 2005-2006 í Kristján Þorsteinsson forseta Rótarýklúbbsins Görðum, Axel Gíslason formann Rótarýsjóðsnefndar umdæmisins og Jón B. Stefánsson formann starfsþjónustunefndar umdæmisins.

 

Sjá myndir í myndaalbúmi.

 


Til baka


yfirlit frétta

SMÞMFFL
27282930123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
1234567
<Desember 2022>
Fundarefni
Hlekkir

 Rótaryumdæmið á Íslandi

 

URR - Unglinganámskeið Rótarý í ræðulist

 

 

  Vesturför 2005