Klúbbþing

Miðvikudaginn 12. september 

27. október 2004

Listir og menning- Vesturfararnir

Listir og menning -  Vesturfararnir  

 

11. nóvember. Viðar Hreinsson:'Ég elska þig lítið eða alls ekki neitt'. Upphaf vesturferða, veruleikinn og bókmenntirnar. Fyrst verður fjallað um vesturferðirnar fyrsta áratuginn og margvíslega reynslu manna af þeim víðsvegar um Norður-Ameríku. Síðan verða skoðuð nokkur dæmi um það hvernig sú reynsla ýmist birtist eða er bæld niður í bókmenntum eftir þekkta og óþekkta höfunda. 16. nóvember. Gísli Sigurðsson: Sagnalist Vestur Íslendinga Gísli Sigurðsson mun gera grein fyrir upptökum úr safni Hallfreðar Arnar Eiríkssonar og Olgu Maríu Franzdóttur sem ferðuðust um byggðir Vestur-Íslendinga veturinn 1972-3 og söfnuðu saman um 60 klukkustundum af kvæðum og sögum, að mestu leyti á vesturíslensku, um minningar fólks frá Íslandi og mannlíf í vesturheimi. Flestar sögurnar eru frá byggðunum í Manitoba og lýsa sveitunum þar, dulrænum fyrirbærum og kynlegum kvistum, veiðum í skógum og á Winnipegvatni. 18. nóvember: Helga Ögmundardóttir: Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna og samskipti þeirra við Vestur-Íslendinga. Farið verður yfir sögu og aðstæður þær sem frumbyggjar í Manitoba í Kanada og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum lifðu við er vesturferðir Íslendinga hófust fyrir alvöru (um 1875). Vesturferðirnar áttu sér stað í samhengi nýlendutímans í Norður-Ameríku þegar milljónir manna streymdu að úr ýmsum áttum og höfðu mikil áhrif á aðstæður Indíánanna. Samskipti Íslendinga og frumbyggja verður að skoða í þessu samhengi til að við getum skilið afleiðingarnar til fulls. 23. nóvember. Böðvar Guðmundsson. Bréfin sem Vestur-Íslendingar skrifuðu heim. Þátttakendum verður boðið á forsýningu á verkinu Híbýli vindanna í Borgarleikhúsinu 5. janúar 2005 kl. 20.

 


Til baka


yfirlit frétta

SMÞMFFL
2526272829301
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
303112345
<Október 2022>
Fundarefni
Hlekkir

 Rótaryumdæmið á Íslandi

 

URR - Unglinganámskeið Rótarý í ræðulist

 

 

  Vesturför 2005