Almennar upplýsingar um Rótarý

  

 

 

 

Hver Rótarýklúbbur er samtök leiðandi manna í

viðskipta- og atvinnulífi ákveðins sveitarfélags

(borgar, bæjar) eða hverfis.

 

Tilgangur þeirra er bræðralag og þjónusta og fyrir

þeim eru forseti og stjórn.

 

2000.jpg (43091 bytes)

Klúbbfélagar eru fólk með trausta skapgerð og góðan orðstír. Félagar verða að starfa eða eiga heima í sama sveitarfélagi og klúbburinn er skráður. Í svokölluðu Rótarýumdæmi tengjast klúbbarnir í samræmi við stjórnskipulag og alþjóðahreyfingarinnar, sem hefur það hlutverk að liðsinna klúbbnum.

 

Umdæmisstjórar eru tilnefndir í hverju umdæmi fyrir sig og kosnir til eins árs í senn á Allsherjarþinginu. Alþjóðahreyfingin (Rotary International) er samtök allra Rótarýklúbba um víða veröld. Í stjórn hreyfingarinnar eru forseti hennar og verðandi forseti og 17 aðrir félagar víðs vegar að úr heiminum.

 

Skrifstofa hreyfingarinnar hefur aðalstöðvar í Evanston í Illinois, en það er úthverfi Chicago-borgar. Þar starfar fólk af margs konar þjóðerni og undir forystu aðalritarans (General Secretary). Útibú skrifstofunnar eru í Sydney, Sao Paulo, Delhi, Tokyo, Zurich, Buenos Aires, Seoul og Manila.