|
|
|
Alþjóðanefnd
Klara Lísa Hervaldsdóttir,
formaður |
Elín Jóhannsdóttir |
Elfar Rúnarsson |
Baldvin Jónsson |
Guðbjörg Alfreðsdóttir |
Sveinn Magnússon |
Sértæk verkefni alþjóðarnefndar á starfsárinu 2007-2008:
Kynnir sér starf Alþjóðanefndar umdæmisins og annarra Rótarýklúbba varðandi þróunaraðstoð í þriðja heiminum. Gerir tillögur um framlag Rótarýklubbsins Görðum í formi framlags fjármuna og/eða samstarfs við aðra klúbba eða Alþjóðanefnd umdæmisins.
Almenn verkefni nefndarinnar:
- Annast móttöku erlendra Rótarýgesta og veitir þeim fyrirgreiðslu á fundum og annars staðar, þar sem hennar er þörf á vegum klúbbsins.
- Hefur náið samband við fulltrúa Rótarýklúbbsins Görðum í starfshópaskiptanefnd og alþjóðlegri samskiptanefnd umdæmisins um verkefni.
- Er ráðgjafaraðili fyrir stjórn klúbbsins varðandi alþjóðamál.
- Sér um að veita fræðslu um viðhorf Rótarý til alþjóðamála og gerir tillögur um, á hvern hátt Rótarý og einstakir félagar geti best stuðlað að velvild og gagnkvæmum skilningi þjóða í milli.
|