Rotary Görðum
Rótarýklúbburinn Görðum var stofnaður 6. desember 1965.
Stofnbréf var veitt 8. april 1966 og afhent 11. júní 1966
Rótarýklúbburinn Görðum er í 1360. umdæmi Rotary International.
Rótarý er hreyfing fólks úr viðskipta-og atvinnulífi og opinberri þjónustu.
Rótarýhreyfingin er alþjóðlegur félagsskapur sem er starfandi í rúmlega 200 þjóðlöndum og landsvæðum í öllum heimsálfum.
Þessi alþjóðlegu samtök standa fyrir mannúðar-og menningarstarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvildar og friðar í heiminum.
Félagar í klúbbnum á miðju ári 2007 voru 79 talsins.
Fundir klúbbsins eru á mánudögum kl. 12.15 í Jötunheimum, Bæjarbraut 7 sem er félagsheimili skátafélagsins Vífils og Hjálparsveitar skáta í Garðabæ.
Rótarý á Íslandi
Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík,
Sími: 568 2233, Fax: 568 2242
Netfang: rotary@rotary.is,
Kennitala 610174-3969 ÍSAT nr.: 91.330
Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-12.
Sími: 568-2233 Fax: 568-2242.
Heimasíða www.rotary.is
Skrifstofustjóri er Margrét Sigurjónsdóttir
Umdæmisstjóri 2007-2008
Pétur Bjarnason, Rótarýklúbbi Akureyrar.
Heimasími 461 2966 GSM 894 0333 Netfang umdstjori@rotary.is
Fjórprófið
Er það satt og rétt?
Er það drengilegt?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?
Fjórpróf í bundnu máli
Er það satt, og er það rétt?
Er það siður fagur?
Verður af því vinsemd þétt?
Vænkast allra hagur?
Forseti Rotary International 2007-2008
Wilfrid J. Wilkinson
"Rotary shares " þ.e. "Rótarý leggur lið"
|