Ágætu Rótarýfélagar
Minni á Rótarýfund á í dag mánudaginn 23. júní
Fundurinn er haldinn í Skátaheimilinu Jötunheimum, Bæjarbraut 7, Garðabæ
og hefst hann á hefðbundnum tíma kl. 12:15
Fundarefni dagsins er í höndum Starfsþjónustunefndar,
en formaður hennar er Halldóra Gyða Matthíasdóttir og varaformaður er Haukur Alfreðsson
Fyrirlesari á fundinum er Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Umfjöllunarefnið Bjarna er: Frosthörkur á fasteignamarkaði og kólnun hagkerfisins.
Á fáeinum mánuðum hafa aðstæður í efnahagslífi okkar gjörbreyst. Gengi krónunnar hefur fallið, verðbólga aukist og vísbendingar um að atvinnuleysi sé að aukast. Frosthörkur einkenna fasteignamarkaðinn, velta hefur minnkað mikið og verð er tekið að lækka. Í erindi sínu mun Bjarni lýsa ástandi mála, aðdraganda þess og velta í framhaldinu upp hvernig hægt sé að bregðast við.
Jónas Hallgrímsson err með 3 mín. erindið
Inntaka verður á nýjum félaga
Vonandi einhverjar góðar fréttir af félögum og þeirra nánustu !
Félagar eru hvattir til að mæta
Með Rótarýkveðju
Guðmundur Guðmundsson
gsm 696-4949