Klúbbþing

Miðvikudaginn 12. september 

15. febrúar 2008

PAUL HARRIS félagar febrúar 2008

Tveir félagar úr klúbbnum fengu Paul Harris viðurkenningu á síðasta fundi klúbbsins. Það eru þeir:

 

Ingimundur Sigurpálsson og Óli Björn Hannesson

Ingimundur Sigurpálsson og Óli Björn Hannesson

meira...
 

 
7. janúar 2008

HÁTÍÐARFUNDUR - Fundur 2000

Í tilefni af 2000 fundi Rótarýklúbbsins Görðum ætlum við að gera okkur dagamun og halda hátíðarfund á Garðaholti með mökum.

 

Fundurinn er mánudaginn 14 janúar og hefst kl. 19:00

  

Dagskrá:

3 mín erindi : Séra Bragi Friðriksson flytur stutt ágrip af Paul Harris

 

Paul Harris viðurkenningar veittar

 

Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Garðabæjar

 

Kvöldverður

 

Annáll klúbbsins, Ólafur G. Einarsson

 

Gjald vegna maka er kr. 2.300. Selt verður léttvín á staðnum á sanngjörnu verði.

Á fundinn mæta Umdæmisstjóri og forseti Rótarýklúbbs Hafnafjarðar með mökum

 

meira...
 

 
20. desember 2007

Mánaðarbréf umdæmisstjóra nr. 5, . desember, 2007

Þegar þessar línur eru settar saman eru jólin mjög farin að nálgast. Þar með er hálft starfsár mitt nánast liðið og ég get fullvissað ykkur um að þessi tími hefur liðið hratt. Það er ærið verkefni að sinna umdæmisstjórastarfinu meðfram fullri vinnu en það er hins vegar afar skemmtilegt og gefandi og ekki ástæða til þess að sjá eftir þeim tíma sem fer í að sinna málefnum Rótarý.

            Í þessu mánaðarbréfi ætla ég að nefna eitthvað af því sem borið hefur hæst á starfsárinu fram að þessu og önnur málefni sem koma upp í hugann.

meira...
 

 
21. október 2007

Áherslur Rótarýklúbbsins Görðum fyrir starfsárið 2007 – 2008

1)     Viðhalda öflugu starfi klúbbsins á starfsárinu
- Virkja nefndir og úthluta þeim verkefnum
- Tryggja áhugavert fundarefni
- Halda utan um umgjörð fundanna
- Veita Paul Harris viðurkenningar
- Vinna að rótarýfræðslu, sérstaklega til nýliða
- Halda þrjú klúbbþing (einu lokið nú þegar)
- Viðhalda, halda virkri og efla heimasíðu klúbbsins
- Fara í tvær til fjórar fyrirtækjaheimsóknir

 

2)     Umdæmið og Rótarý International
- Halda uppi virkum samskiptum við umdæmið og aðra klúbba
- Standa við skuldbindingar okkar gagnvart umdæminu
- Standa við skuldbindingar gagnvart RI, m.a. 100 USD framlag á mann.

 

3)     Mætingar
- Taka á mætingum, hvetja þá sem eru undir í mætingum

 

4)     Nýliðun
- Taka inn fjóra nýja félaga á starfsárinu, tvo á hvoru misseri

 

5)     Sérstök verkefni
- Hvíla klúbbinn á skiptinema umsjón þetta starfsárið
- Einbeita okkur að alþjóðaverkefni annað hvort í samstarfi við Alþjóðanefnd umdæmisins eða í samstarfi við annan/aðra klúbba
- Halda ræðunámskeið í Garðaskóla fyrir 9. bekk þriðja árið í röð
- Gjöf á hátíðarfána til Stjörnunnar (lokið)

Undirbúa 2000 fund klúbbsins sem hátíðarfund 

 
15. október 2007

Skemmtiferð á Þingvelli laugardaginn 20. október

Þá er komið að því að gera eitthvað skemmtilegt saman. Skemmtinefnd hefur skipulagt ferð á Þingvelli laugardaginn 20. október næstkomandi kl:13:30. Farið verður í rútu frá Skátaheimilinu og ekið að Hakinu, þar sem þjóðgarðsvörður mun taka á móti okkur og sýna okkur fræðslusetrið. Þá tekur við rúmlega klukkustundar göngutúr, en Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður ætlar að ganga með okkur og fræða  okkur um atburði fyrri alda á Þingvöllum. Eftir hressandi göngu og andlega næringu verður ferðinni heitið í bústað félaga okkar, Þóru Karlsdóttur, í Stíflisdal. Þar munum við þiggja hressingu og Eiríkur hyggst taka nokkur vel valin lög á gítarinn. Menn mega taka með sér söngvatn.

Heimkoma verður fyir kvöldmatarleytið. Þetta verður semsagt hreyfing, fróðleikur og skemmtun.

 

Þeir sem hafa ekki skráð sig geta sent á mig póst eða haft samband í síma 864-6981.

 

F.h. skemmtinefndar 

Ingibjörg Hauksdóttir

 
17. september 2007

Rotary afhendir Stjörnunni hátíðarfána

5. júlí 2007

Nýr forseti - stjórnarskipti

4. júlí 2007

Golfmót Rótarýklúbbanna

20. apríl 2007

Nýr félagi tekinn inn 16. april

22. mars 2007

Inntaka nýrra félaga 19. mars 2007

15. mars 2007

Inntaka nýrra félaga 12. mars 2007

16. janúar 2007

Verðlaunasjóður Rótarýklúbbsins Görðum veitir tvenn 250 þúsund króna verðlaun.

12. janúar 2007

Verðlaunaafhending úr Verðlaunasjóði Rótarýklúbbsins Görðum

10. desember 2006

Jólamessa og jólafundur tókust vel

7. desember 2006

Jólafundur Rótarýklúbbsins Görðum 2006


eldri fréttir

SMÞMFFL
303112345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930123
45678910
<September 2020>
Fundarefni
Hlekkir

 Rótaryumdæmið á Íslandi

 

URR - Unglinganámskeið Rótarý í ræðulist

 

 

  Vesturför 2005